Prufuköfun

DSD logoÞví miður er ekki komin tímasetning á næstu prufuköfun en hægt er að panta prufutíma fyrir hópa.

Það hefur gerst að færri hafi komist að en vildu og því gott að mæta tímanlega.

Við teljum að það sé góð hugmynd að prófa að kafa áður en þú skráir þig á fullt Padi Scuba Diver eða Padi Open Water námskeið. Prufukafanirnar okkar, discover scuba, er hagkvæm leið til að prófa að kafa en sú upphæð dregst svo frá námskeiðsgjaldi ef þú ákveður að halda áfram. Mundu að taka með þér sundföt og handklæði en einnig er gott að hafa með stuttermabol.
ATH! Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í prufuköfun, bara mæta. Hópar geta einnig pantað prufuköfun sérstaklega.

Prufuköfun hefst á minniháttar pappírsvinnu og umræðu um hvað köfun er og því gott að vera mætt/ur tímanlega. Við förum yfir alla helstu öryggisþætti og hvernig búnaðurinn virkar.

Köfun snýst um að læra að stjórna flotjöfnuninni í kafi og öryggisþætt eins og að fylgjast með hversu mikið loft þú hefur, þrýstijafna eyru ef einhver þrýstingur byggist upp (þetta getur jafnvel gerst í sundlaug en er auðvelt að læra að stjórna). Við förum yfir táknmál sem notuð eru og hvernig við höfum samskipti í kafi. Við sundlaugarbakkan förum við svo yfir búnaðinn, hvernig við setjum hann upp og hvað allir hlutir gera, þetta er hvorki erfitt né flókið.

PrufukofunVestið er yfirleitt kallað flotjöfnunarvesti eða köfunarvesti og er notað til að stjórnar flotjöfnuninni. Þú ert með kút á bakinu með öllu loftinu þínu sem er nákvæmlega það sama og við öndum á yfirborðinu. þú ert einnig með köfunarlungu sem öndað er í gegnum og mæla sem sýna hversu mikið loft þú átt. Þegar við erum tilbúin að fara út í vatnið byrjum við í grynnri enda laugarinnar, þar sem við getum staðið upp úr með búnaðinn á okkur og still vel. Þegar þú ert tilbúin sýnum við þér hvernig þú tekur fyrsta andardráttinn í gegnum köfunarlungað með því að fara í kaf í grunnu lauginni þannig að þú getur alltaf staðið upp. Næst munum við prófa að synda með búnaðinn en við notum köfunarfit til að hreyfa okkur áfram á meðan við höldum höndunum að okkur.

Eftir því sem köfunin líður munum við kenna á þeim hraða sem hentar þér. Þetta er dálítið eins og að læra að hjóla á reiðhjóli, fyrst getur maður verið óstöðugur en eftir smá stund nær maður tækninni. Eitt af því albesta við köfun er frelsistilfinningin sem maður upplifir í kafi. Þegar þér finnst þú hafa náð grunninum munum við gera nokkrar æfingar en þær eru ávallt framkvæmdar og sýndar fyrst af PADI köfunarkennara áður en þú prófar. Það er engin pressa að gera allt rétt í fyrsta skipti þar sem æfingin skapar meistarann. Að læra að köfun er oft líkt við að læra að keyra, maður þekkir nöfnin á öllu og hvað á að gera en að koma því heim og saman í réttri röð er örlítið flóknara. Meira að segja sem útskrifaður Padi Open Water kafari er heilmikið sem hægt er að læra í viðbót. Köfun er ekki eitthvað sem hægt er að læra í einum tíma.

Í lok hverrar prufuköfunar koma allir uppúr með bros á vör og ánægðir með að hafa prófað eitthvað öðruvísi. Að lokinni köfun förum við aðeins yfir það sem við vorum að prófa og ef þér finnst þetta jafn skemmtilegt og okkur förum við yfir námskeiðin sem eru í boði ef þig langar að halda áfram og læra köfun.

Kíktu til okkar í prufuköfun og upplifðu skemmtunina í kafi.

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook