Tec 40 námskeið

Padi Tec 40 námskeiðið er staðurinn þar sem þú umbreytist frá sportköfun yfir í tækniköfun. Þetta er frábær staður til að byrja á, enda fyrsta skrefið af mörgum mögulegum af Padi Tec Diver námskeiðunum og brúar bilið frá köfunum án afþrýstistoppa og tæknilegra djúpkafana með afþrýstibið. Þú öðlast reynslu og byggir upp þekkingu og tækni sem þú þarft á að halda í framtíðar tækniköfunarþjálfun. Að loknu námskeiðinu munt þú uppfylla skilyrði til að fara takmarkaðar afþrýstikafanir niður að 40 metra dýpi.

Það sem þú lærir

Tec 40 námskeiðið er uppbyggt af þremur bóklegum þáttum, þremum verklegum æfingahlutum og fjórum þjálfunarköfunum. Þú munt læra um:

  • Áhættu og hlutverk í tæknilegri köfun
  • Tækniköfunarbúnað, rétta samsetningu og uppsetningu
  • Að skipuleggja loftnotkun, súrefnistakmörk og að skipuleggja afþrýstibið
  • Framkvæmd þess að kafa í hóp tæknikafara og neyðaraðgerðir eins og að takast á við bilanir, leka og loftleysi

Skilyrði fyrir þátttöku á Tec 40 námskeið

  • PADI Advanced Open Water Diver réttindi
  • Köfunarfélagið gerir kröfum um PADI Dry Suit Diver réttindi
  • PADI Enriched Air Diver (Nitrox) réttindi með amk. 10 kafanir með súrefnisbættu lofti á meira dýpi en 18 metrum
  • PADI Deep Diver réttindi með amk. 10 kafanir niður á 30 metra
  • Vera að minnsta kosti 18 ára og hafa amk 30 skráðar kafanir
  • Einnig þarf heilsufarsyfirlýsing (Medical Statement) að hafa verið undirrituð af lækni innan síðustu 12 mánaða

ATH! Sambærileg skírteini frá öðrum köfunarkerfum geta gilt upp í lágmörk. Hafið samband vegna þess fyrir frekari upplýsingar.

Þú getur byrja að læra strax

Hafðu sambandi og fáðu Tec Deep Diver bókapakkan sem inniheldur Padi Tec Deep DIver kennslubókina og þá getur þú byrjað að læra strax. Það er einnig hægt að fá Equipment Set-up og Key Skills mynddisk, sem er frábært tól til að hjálpa þér að æfa tæknina milli tækniköfunarævintýra þinna. Þú munt einnig nota Tec Deep Diver bókapakkann á framhaldsnámskeiðum Tec 45 og Tec 50.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Þú byrjar með hefðbundinn köfunarbúnað og bætir svo við tækniköfunarbúnaði sem þýðir að þú munt byrja að tvöfalda búnaðinn. Þú getur kafað með kúta á bakinu eða á hliðunum (Sidemount). Þá getur verið að á námskeiðinu muni verða kafað með EANx (Nitrox) fyrir aukið öryggi.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er PADI Tec Deep Diver Crew-Pak bókapakki ásamt aðgangur að bóklegu og verklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð er háð tilboði í hvert sinn, vinsamlega hafið samband til að fá verð í Padi Tec 40 námskeið.

Framhaldsævintýri

Ef þú hefur ekki tekið PADI Dry Suit Diver námskeiðið er nauðsynlegt að gera það áður en farið er á PADI Tec 40 námskeiðið:

Þá er verð að skoða önnur framhaldsnámskeið með tilliti til hærri mentunar í tækniköfun:

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook