Tec 45 námskeið

PADI Tec 45 námskeiðið er annar hluti á leiðinni í PADI Tec Deep Diver prógramminu. Þú eykur dýptartakmörkin í 45 metra og lærir að framkvæma endurteknar afþrýstikafanir með einu stage/afþrýstikút. Námskeiðið krefst notkunar tækniköfunarbúnaðar, annaðhvort á baki eða sidemount. Þú munt einnig framkvæma hröðun afþrýstibiðar með EANx (nitrox) eða hreinu súrefni. Þetta er námskeiðið þar sem þú tekur áskoruninni og ákveður að verða tæknikafari.

Það sem þú lærir

Tec 45 námskeiðið er uppbyggt af þremur bóklegum þáttum, þremum verklegum æfingahlutum og fjórum þjálfunarköfunum. Á námskeiðinu er bætt í þá þekkingu sem þú öðlaðist á Tec 40 námskeiðinu en hugað meira að virkni og umhirðu tækniköfunarbúnaðar og tengdra þátta. Þú heldur áfram að fínpússa loftskipulagningu og reikna hröðun afþrýstibiðar. Að auki lærir þú að hugsa eins og tæknikafari.

Skilyrði fyrir þátttöku á Tec 45 námskeið

  • PADI Tec 40 köfunarréttindi
  • PADI Rescue Diver köfunarréttindi
  • Hafa amk. 50 skráðar kafanir með amk 12 kafanir á súrefnisbættu lofti (Nitrox) dýpra en 18 metra og 10 kafanir dýpra en 30 metra
  • Vera að minnsta kosti 18 ára
  • Einnig þarf heilsufarsyfirlýsing (Medical Statement) að hafa verið undirrituð af lækni innan síðustu 12 mánaða

ATH! Sambærileg skírteini frá öðrum köfunarkerfum geta gilt upp í lágmörk. Hafið samband vegna þess fyrir frekari upplýsingar.

Þú getur byrja að læra strax

Hafðu sambandi og fáðu Tec Deep Diver bókapakkan sem inniheldur Padi Tec Deep Diver kennslubókina og þá getur þú byrjað að læra strax. Það er einnig hægt að fá Equipment Set-up og Key Skills mynddisk, sem er frábært tól til að hjálpa þér að æfa tæknina milli tækniköfunarævintýra þinna. Þú munt einnig nota Tec Deep Diver bókapakkann á framhaldsnámskeiðinu Tec 50.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Á námskeiðinu er einungis notaður tækniköfunarbúnaður m.a. vængi og tvöfalt sett auk viðbótar köfunarkúta fyrir afþrýstibið. Einnig má nota Sidemount tækniköfunarbúnað. Kennarar munu aðstoða, útskýra og gefa upplýsingar um þann búnað sem nauðsynlegur er.

Kennsluefnið

Gert er ráð fyrir að nemendur á Tec 45 námskeiðinu eigi kennsluefni frá fyrri námskeiðum. Hafi nemandi ekki slík gögn er hægt að kaupa þau sérstaklega.

Námskeiðsverð er háð tilboði í hvert sinn, vinsamlega hafið samband til að fá verð í Padi Tec 45 námskeið.

Framhaldsævintýri

Ef þú hefur ekki tekið PADI Dry Suit Diver námskeiðið er nauðsynlegt að gera það áður en farið er á PADI Tec 45 námskeiðið:

Þá er verð að skoða önnur framhaldsnámskeið með tilliti til hærri mentunar í tækniköfun:

  • PADI Tec50 námskeið
  • Gasblender námskeið
  • Trimix blender námskeið

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook