Tækniköfun

Tækniköfun (Tec) þýðir að kafa út fyrir hefðbundin takmörk sportköfunar á ábyrgan, öruggan hátt og að lágmarka áhættu. Hinsvegar munu tæknikafarar segja að það snúist raunverulega allt um áskoranir og ævintýri, að skoða staði sem engin annar hefur séð eða lengja köfunartíman svo um munar. Tækniköfun er ekki fyrir alla en laðar að sér reynda kafara sem langar að auka þekkingu sína og reynslu og eru reiðubúnir til að takast á við aukan áhættu, þjálfun, kostnað og skuldbindingu sem tækniköfun krefst. Ef það ert þú, þá eru PADI TecRec námskeiðin leiðin fyrir þig og ávísun á spennandi ævintýri.

Tækniköfun getur innihaldið eitt eða fleira af eftirtöldu:

  • Köfun dýpra en 40 metra
  • Notkun afþrýstibiðar/afþrýstistopp
  • Köfun þar sem ekki er bein lína frá 40 metrum til yfirborðs
  • Hröðun afþrýstibiðar og/eða notkun mismunandi loftblanda í köfun
  • Notkun tækniköfunarbúnaðar og köfunartækni

Í tækniköfun er oft ómögulegt að fara beint upp á yfirborð ef upp koma neyðaraðstæður. Þess vegna nota tæknikafarar auknar og þróaðar aðferðir, búnað og þjálfun til að stjórna og halda í lágmarki þeirri auknu áhættu sem fylgir tækniköfun.

Köfunarfélagið býður upp á námskeið í tækniköfun og námskeið tengdum tækniköfun s.s.

PADI-tecrec

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook