
PADI Wreck Diver námskeið
Hvort sem því var sökkt viljandi sem gerfirifi eða af slysförum eru flök spennandi gluggi fortíðar. Flestum köfurum finnast skipsflök, flugvélaflök eða önnur sokkin farartæki næstum ómótstæðileg af því að þau eru spennandi að skoða, bjóða upp á frábæra möguleika á upplifu og yfirleitt mikið dýralíf. PADI Wreck Diver námskeiðið cennir þér allt um ábyrga og skemmtilega flakaköfun.
Það sem þú lærir
- Tækni í að kafa og kanna skipsflök ásamt því að forðast almenna hættu
- Hvernig á að rannsaka og læra um bakgrunn uppáhalds flakanna þinna
- Hvað þarf að hafa í huga með köfunarbúnað þegar kafað er í flök
- Hvað þarf að hafa í huga og tækni við að kafa inn í flök
- Reynslu í að útbúa köfunaráætlun, undirbúa og kafa að minnsta kosti fjórar flakakafanir með PADI kennaranum þínum
Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið
Þú þarft að vera minnsta kostu 15 ára og hafa PADI Advanced Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.
Skemmtilegi hlutinn
Að skoða flök, uppgötva leyndardóm þeirra, leysa ráðgátu þeirra og öðlast þekkingu og getu sem gerir þér kleyft að sjá hluti sem öðrum hefur yfirsést. Stundum er það aðeins sá reyndi með getuna sem þekkir og sér að litla gatið eða opna hurðin grandaði faratækinu.
Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft
Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað og gott er að hafa neðansjávarskriffæri og köfunarljós.
Kennsluefnið
Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu og verklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.
Námskeiðsverð kr. 99.900
Framhaldsævintýri
Mörg flök finnast oft í dýpra vatni/sjó. Þess vegna er tilvalið í framhaldi af PADI Wreck Diver námskeiðnu að öðlast viðbótarþekkingu og getu:
Þá er verð að skoða önnur framhaldsnámskeið með tilliti til hærri mentunar svo sem PADI Master Scuba Diver: