PADI Underwater Navigator námskeið

Vertu kafarinn sem allir vilja fylgja og gerðu getu þína í rötun að því sem aðrir vilja vera með PADI Underwater Navigator sérhæfingunni.

Það sem þú lærir

Rötun í kafi getur verið mikil áskorun en á PADI Underwater Navigator námskeiðunu muntu ná frábærri þekkingu á því. Þú færð tólin og tæknina, að þekkja áttir í náttúrunni og með áttavita:

  • Rötunarferla
  • Rötun eftir náttúrunni (án áttavita)
  • Rötun með áttavita
  • Hvernig á að „merkja“ eða finna aftur hlut í kafi eða staðsetja frá yfirborð
  • Kortagerð í kafi
  • Hvernig á að fylgja óreglulegum leiðum með Nav-Finder
  • Hvernig áætluð er fjarlægð í kafi

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að vera minnsta kosti 10 ára og hafa PADI Junior Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Að finna leiðina þína er ekki spurning um heppni! Þegar allir eru að skoða rif eða skipsflak eru þeir að skemmta sér... þangað til það er tími til að fara til baka. Þá snúa þeir sér til þín þar sem þú er PADI Underwater Navigator og þekkir leiðina til baka í bátinn eða á ströndina.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað en mikilvægt er að búnaður nemenda þoli notkun við íslenskar aðstæður. Einnig þarf áttavita og rúðustrikað köfunarspjald.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu og verklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 84.900

Framhaldsævintýri

PADI Underwater Navigator er mikilvæg þekking, sama hvernig kafanir þú stundar. Þekkingin er frábær þegar kemur að næturköfun, köfun í skipsflök eða þegar leitað er að týndum hlutum í kafi. Námskeið sem vert er að skoða eftir PADI Underwater Navigator námskeiðnu:

Þá er verð að skoða önnur framhaldsnámskeið með tilliti til hærri mentunar svo sem PADI Master Scuba Diver:

Ef þú hefur ekki lokið við PADI Advanced Diver námskeið þá getur PADI Underwater Navigator námskeiðið einnig gilt sem ein af Adventure köfunum sem krafist er á PADI Advanced Diver námskeiðinu og með því er hægt að lækka kostnað þess námskeiðs. Í framhaldi af PADI Underwater Navigator námskeiðinu er tilvalið að skrá sig á framhaldsnámskeið til að auka þekkingu og getu. Skoðaðu PADI framhaldsnámskeið sem vert væri að taka með tilliti til hærri mentunar:

 

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook