PADI Search and Recovery námskeið

Hefur þú einhverntíman misst eitthvað í kafi eða útí? Ertu að leita af horfnum fjársjóðum? Á PADI Search and Recovery Specility námskeiðinu lærir þú leiðir til að finna hluti í kafi og koma þeim upp á yfirborðið. Litla, stóra eða bara kjánalega, það er alltaf leið til að koma þeim upp.

Það sem þú lærir

  • Skipulagningu leitar og endurheimt
  • Framkvæmd, tækni og hvernig átt er við möguleg vandamál sem komið geta uppá
  • Hvernig maður finnur stóra og smáa hluti með leitartækni
  • Hvernig lyftipoki er notaðu og aðrar aðferðir við endurheimt
  • Tækni við leit við slæmar aðstæður

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að vera minnsta kostu 12 ára og hafa PADI Junior Advanced Open Water Diver köfunarréttindi, PADI Junior Open Water Diver með Underwater Navigator Speciality köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Að finna týnda hluti og koma þeim upp á yfirborðið er skemmtilegt og spennandi. En þessi þekking og geta er ekki bara skemmtileg heldur einnig hagnýt t.d. ef þú týnir einhverju undir yfirborðið. Sem Search and Recovery kafari veistu bæði hvernig þú átt að leita af hlutnum og endurheimta hann.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað en mikilvægt er að búnaður nemenda þoli notkun við íslenskar aðstæður. Nauðsynlegt er að hafa neðasjávaráttavita á þessu námskeiði.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 74.900

Framhaldsævintýri

Tilvalið er fyrir þá sem hafa áhuga á björgun og endurheimt að skrá sig á framhaldsnámskeið og koma þau flest til greina enda mikið úrval Specialities í boði.

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook