PADI Peak Performance Buoyancy námskeið

Flotjöfnun er grunnurinn að góðri köfun en hvað er hlutlaus flotjöfnun? Kafarar vilja vera hlutlaust flotjafnaðir svo þeir hvorki sökkvi né fljóti upp. Þetta getur verið nokkuð snúið. Kafarar sem náð hafa fullkominni stjórn á flotjöfnuninni eru í sérflokki. Þú sérð þá í kafi, svífandi áreynslulaust, nota minna loft og virðast stjórna uppferð og niðurferð eða svifi með huganum einum. Áhrif þeirra á umhverfið og dýralíf en nánast ekkert. PADI Peak Performance Buoyancy námskeið skerpir á þeirri flotjöfnun sem þú lærðir í PADI Open Water Diver námskeiðinu og lyftir þekkingunni og getu á næsta stig.

Ef PADI Peak Performance Buoyancy hefur verið tekið sem hluti af PADI Advanced Open Water Diver / Adventure Diver námskeiði getur það nýst sem fyrsta köfun í þessu PADI Peak Performance Buoyancy Specialty námskeiði.

Það sem þú lærir

  • Að ganga frá og stilla búnaðinn þinn á þann máta að fullkomið jafnvægi sé í köfun
  • Aðferðir til að stilla lóðin, ekki of mikið og ekki of lítið. Grömm skipta máli
  • Vera straumlínulagaður í köfun til að lágmarka loftnotkun og áreynslu
  • Hvernig svífa á án áreynslu, lárétt og lóðrétt

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að hafa PADI Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Skemmtilegi hlutinn á þessu námskeiði er að læra og æfa tækni sem þér datt jafnvel ekki í hug að væri mögulegt að gera.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að því kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 74.900

Framhaldsævintýri

Hluti af því að hafa fullkomna stjórn á fljotjöfnuninni er að vita nákvæmlega hvernig flotjöfnunarvestið, lóðin og þurrbúningurinn virka á sem bestan máta auk þess að halda straumlínulögun í kafi. Þetta gerir því PADI Equipment Specialist köfunarnámskeiðið frábært framhaldsnámskeið þar sem þú lærir enþá meira um köfunarbúnað og hvernig hann best hentar þér.

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook