PADI Night Diver námskeið

Þegar sólin sest, ferðu í köfunargallan, setur á þig köfunargrímuna, bítur létt í munnstykkið. Dregur djúpt að þér andann og hoppar... útí nóttina neðansjávar. Þó þú hafir upplifað köfunarstaðinn mörgum sinnum áður þá fellur þú inn í nýjan heim og upplifir nýja veröld þegar næturlíf vatnsins fellur í geisla köfunarljósinns þíns. Hér á landi er dimmt yfir mikin hluta af árinu, það þýðir þó ekki að við getum ekki kafað.

Það sem þú lærir

  • Köfunaráætlanir, undibúning, aðgerðir, tækni, vandamál og hættur í næturköfun
  • Hvernig þú stjórnar flotjöfnun á nóttunni eða í myrkri
  • Hvernig best er að fara útí, uppúr og að rata á nóttunni eða í myrkri
  • Dýralíf næturinnar, þar sem margar plöntur og dýr sem þú munt sjá eru önnur en í birtu

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að vera minnsta kosti 12 ára og hafa PADI Junior Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Kynnstu fullt af nýjum verum sem koma í ljós þegar sólin sest. Upplifðu uppáhalds köfunastaðinn þinn á nýjan máta, á nóttunni.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað en mikilvægt er að búnaður nemenda þoli notkun við íslenskar aðstæður. Einnig þarf neyðarflautu, tvö köfunarljós, merkjaljós og áttavita.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu og verklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 84.900

Framhaldsævintýri

Eftir að hafa lokið PADI Drift Diver námskeiðnu er vert að skoða framhaldsnámskeið sem henta einni næturköfun:

Þá er verð að skoða önnur framhaldsnámskeið með tilliti til hærri mentunar svo sem PADI Master Scuba Diver:

Ef þú hefur ekki lokið við PADI Advanced Diver námskeið þá getur PADI Night Diver námskeiðið einnig gilt sem ein af Adventure köfunum sem krafist er á PADI Advanced Diver námskeiðinu og með því er hægt að lækka kostnað þess námskeiðs. Í framhaldi af PADI Night Diver námskeiðinu er tilvalið að skrá sig á framhaldsnámskeið til að auka þekkingu og getu. Skoðaðu PADI framhaldsnámskeið sem vert væri að taka með tilliti til hærri mentunar:

 

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook