PADI Ice Diver námskeið

Ef spennandi og öðruvísi kafanir með áskorun er eitthvað sem höfðar til þín, prófaðu þá að kafa undir ís. Á þessu námskeiði muntu kafa með PADI köfunarkennaranum þínum í einu svakalegasta ævintýrasérnámskeið sem sportköfun býður upp á.

Það sem þú lærir

Þú munt kafa að minnsta kosti þrisvar sinnum undir ís áður en þú útskrifast. Kafanir eru vanalega framkvæmdar í hópum með aðstoðarmönnum, köfurum, öryggisköfurum og yfirborðsteymi. Þú ert undir ísnum til að læra flotjöfnun, rötun undir ís og að halda sambandi og samskiptum við kafarann sem leiðir köfunina og yfirborðsteymið í gegnum línu.

  • Að gera köfunaráætlnum og undirbúa fyrir ískafanir
  • Ástæður og tækifæri í ísköfun
  • Hvað þarf að hafa í huga með köfunarbúnað
  • Að velja stað, undirbúa og hvernig göt eru gerð í ísinn
  • Æfð er framkvæmd og tækni að vinna með vandamál og hættur í ísköfun
  • Að nota sérhæfðan ísköfunarbúnað, öryggislínur, merki, samskipti, tækni til að huga að línum og tryggja þær
  • Hvernig bregðast á við vandamálum með búnað
  • Um árhif kulda, neyðaraðgerðir og aðgerðir öryggiskafara

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að vera minnsta kostu 18 ára og hafa PADI Advanced Open Water Diver- og PADI Dry Suit Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Skoða og upplifa sérstætt landslag sem aðeins finnst undir ís. Þú getur orðið einn af fáum köfurum sem hafa kafað undir þykkt lag/þak af ís. Að auki... ímyndaðu þér andlitið á köfunarfararstjóra þínum í næstu köfunarferð í Karabískahafið þegar þú sýnir honum skírteinið þitt fyrir PADI Ice Diver réttindin.
Þú gætir upplifað að leika þér með loftbólurnar þínar sem eru fastar undir ísnum og reynt fyrir þér í því einstaka sporti að „fara á skíði“ á hvolfi, undir ísnum.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Mikilvægt er að köfunarbúnaður nemenda sé gerður fyrir köfun í köldu vatni/sjó. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað, köfunarhníf, neðansjávarskriffæri og neyðarflautu.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu og verklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 149.900

Framhaldsævintýri

Ef þú hefur ekki tekið PADI Dry Suit Diver námskeiðið er nauðsynlegt að gera það áður en farið er á PADI Ice Diver námskeiðið:

Þá er verð að skoða önnur framhaldsnámskeið með tilliti til hærri mentunar svo sem PADI Master Scuba Diver:

 

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook