PADI Enriched Air Diver námskeið

speciality-montj-logoNámskeiðið er vinsælasta námskeið sem PADI býður upp á og það er auðvelt að sjá hvers vegna. Að kafa með Enriched Air Nitrox gefur kafaranum lengri köfunartíma án þess að fara út fyrir afþrýstimörkin. Þetta þýðir lengri tími í kafi, sérstaklega þegar kafa á nokkrum sinnum á stuttum tíma.

Það sem þú lærir

  • Tækni til að auka köfunartíma með því að nota Nitrox
  • Hvað þarf að hafa í huga með búnað þegar kafað er með Nitrox
  • Hvað þarf að hafa í huga varðandi súrefnisupptöku
  • Hvernig þú veist hvaða loftblanda er í köfunarkútnum þínum
  • Hvernig þú stillir köfunartölvu fyrir Nitrox kafanir

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að vera minnsta kostu 15 ára og hafa PADI Open Water Diver eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Yfirleitt getur þú verið lengur í kafi og kemst fyrr í kaf aftur. Ekki skrítið af hverju flestir kafarar velja þetta sem fyrsta PADI Speciality sem þeir taka.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Engin köfun er í þessu námskeiði og köfunarbúnaður annar en Nitrox vottuð köfunartölva því óþarfur. Hægt er að bæta köfun með Nitrox við þetta námskeið gegn gjaldi og nota nemendur þá eigin köfunarbúnað en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi. Mikilvægt er að búnaður nemenda þoli notkun við íslenskar aðstæður og vottaður til notkunar með Nitrox.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu ásamt kennslubók til eignar.

Námskeiðsverð kr. 49.900

Framhaldsævintýri

PADI Enriched Air Diver námskeið bætir nánast alla köfun og getur einnig gilt sem ein af Adventure köfunum sem krafist er á PADI Advanced Diver námskeiðinu og með því er hægt að lækka kostnað þess námskeiðs. Þá er tilvalið að skrá sig á önnur PADI Speciality námskeið til hærri menntunar í köfun í framhaldinu.

 

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook