PADI Dry Suit Diver námskeið

Í umhverfi eins og kafað er í við Ísland er nauðsynlegt að kunna skil á köfun í þurrbúningi. Köfun í þurrbúningi heldur að kafaranum hita mun lengur en köfun í blautbúningi og... kafarinn er þurr eftir köfunina. Þurrbúningsnámskeiðið er tilvalið til að taka samhliða PADI Open Water eða Advanced Open Water námskeiðum eða sem stakt námskeið fyrir þá sem lært hafa köfun erlendis í heitari löndum.

Nauðsynlegt er köfurum að hafa þurrbúningsréttindi ef þeir ætla að leigja búnað þar sem þurrbúning er krafist við köfun.

Það sem þú lærir

  • Flotjöfnun í þurrbúning
  • Viðhald, geymsla og grunnviðgerðir á þurrbúningi
  • Möguleika í undirgöllum sem notaðir eru með þurrbúningi
  • Í tveimur köfunum með PADI Dry Suit Speciality kennara er farið í allar æfingarnar

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að vera minnsta kostu 10 ára og hafa PADI Junior Open Water Diver eða Padi Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Í þurrbúningi áttu kost á að kafa á stöðum sem almennteru of kaldri til að kafa á í blautbúningi og jafnvel allan ársins hring án þess að hafa áhyggjur af kulda. Köfun í Silfru á Þingvöllum væri nánast ógerleg ef ekki væri fyrir þurrbúning. Yfir köldustu tímum ársins er yfirleitt betra skyggni þegar kafað er og því oft skemmtilegustu kafanirnar sem farnar eru á þeim tímum.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað en mikilvægt er að búnaður nemenda þoli notkun við íslenskar aðstæður.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 69.900

Framhaldsævintýri

Ef þú hefur ekki lokið við PADI Advanced Diver námskeið þá getur PADI Dry Suit Diver námskeiðið einnig gilt sem ein af Adventure köfunum sem krafist er á PADI Advanced Diver námskeiðinu og með því er hægt að lækka kostnað þess námskeiðs. Þá er tilvalið að skrá sig á önnur PADI Speciality námskeið:

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook