PADI Drift Diver námskeið

PADI Drift Diver námskeiðið kynnir þig fyrir skemmtilegastu töfrateppisferð sem þú munt upplifa. Þetta námskeið kennir þér hvernig þú upplifir og hefur ánægju af því að kafa í ám og straum í sjó með því að „fylgja straumnum“, kafa með félaga þínum, eiga samskipti við bát eða yfirborðsteymi og vita hvar þú ert allan tímann.

Það sem þú lærir

  • Köfunaráætlanir, undibúning, aðgerðir, tækni, vandamál og hættur í straumköfun
  • Kynningu á búnaði sem notaður er við straumköfun, flot, línur og hjól
  • Flotjöfnun, rötun og samskipti við straumköfun
  • Val á stað og yfirlit yfir strauma, ástæður og áhrif
  • Tækni til að halda sér nálægt köfunarfélaganum eða kafa í hóp

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að vera minnsta kosti 12 ára og hafa PADI Junior Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Straumköfun er næstum áreynslulaus og afslappandi. Þú einfaldlega líður áfram og upplifir spennuna að fljúgja neðansjávar meðan straumurinn sér um alla vinnuna.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað en mikilvægt er að búnaður nemenda þoli notkun við íslenskar aðstæður. Einnig þarf neyðarflautu og flotbauju.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu og verklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 129.900

Framhaldsævintýri

Eftir að hafa lokið PADI Drift Diver námskeiðnu er vert að skoða framhaldsnámskeið. PADI Drive Propulsion Vehicle námskeiðið er tilvalið og sérlega hentugt fyrir straumkafara:

Ef þú hefur ekki lokið við PADI Advanced Diver námskeið þá getur PADI Drift Diver námskeiðið einnig gilt sem ein af Adventure köfunum sem krafist er á PADI Advanced Diver námskeiðinu og með því er hægt að lækka kostnað þess námskeiðs. Í framhaldi af PADI Drift Diver námskeiðinu er tilvalið að skrá sig á framhaldsnámskeið til að auka þekkingu og getu. Skoðaðu PADI framhaldsnámskeið sem vert væri að taka með tilliti til hærri mentunar

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook