PADI Diver Propulsion Vehicle (DPV) námskeið

Köfun með véldrifnum kafbátum, stundum kölluðum „Scooters“ er skemmtileg og spennandi leið til að sjá mikið og ferðast yfir langa veg á stuttum tíma í kafi. Hvort sem þú lætur véldrifna kafbátinn draga þig eða syndir með kemstu yfir mun lengri vegalengd án þess að eyða of mikilli orku. Að kafa með véldrifnum kafbáti, sama hvort frá ströndu eða bát er frábær leið til að sjá meira og skemmta sér konunglega í leiðinni.

Það sem þú lærir

  • Hvernig þú skipuleggur og framkvæmir köfun með véldrifnum kafbát
  • Tækni við köfun með tækinu ásamt helstu hættum, vandamálum og lausn við þeim
  • Hvað þarf að hafa í huga með búnaðinn og tækið
  • Siðferði kafara og hvernig forðast er að skaða viðkvæmt neðansjávarlífið
  • Þrjú grundvallaratriði til að taka góðar myndir í kafi

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að vera minnsta kostu 12 ára og hafa PADI Junior Open Water Diver eða Padi Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Skemmtilegt? Véldrifnir kafbátar eru algjört „kick“! Þetta er bara skemmtilegt.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað og nauðsynlegt. Innifalið í námskeiðinu er afnot af véldrifnum kafbáti á meðan á kennslu stendur.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 94.900

Framhaldsævintýri

Flest öll PADI Speciality námskeið eru frábær í framhaldi þessa námskeið, til dæmis námskeið sem aðstoða við að ná sem bestri flotjöfnun sem er mikilvægt fyrir myndatöku eða námskeið sem gefa kost á lengri köfunartíma:

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook