
PADI Digital Underwater Photographer námskeið
Námskeið í myndatöku í kafi eru ein vinsælustu námskeið sem kafarar sækja og með tilkomu digital myndavéla hefur það aukist til muna og orðið enn skemmtilegra. Hvort sem þú notar einfalda myndavélar, point-and-shoot, eða fullkomnar D-SLR eins og atvinnumennirnir.
Það sem þú lærir
- Hvernig þú velur hentugastu myndavélina og köfunarhluti fyrir hana
- PADI SEA aðferð til að taka frábærar myndir á örskotsstundu
- Þrjú grundvallaratriði til að taka góðar myndir í kafi
Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið
Þú þarft að vera minnsta kostu 10 ára og hafa PADI Junior Open Water Diver eða Padi Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi. Þá geta snorklarar einnig skráð sig á námskeiðið og er engin sérstök krafa gerð til réttinda þeirra.
Skemmtilegi hlutinn
Frábær leið til að geyma minningar af skemmtilegum köfunum, fallegum stöðum og sérstökum hlutum og auðvita að deila því með öðrum.
Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft
Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur,þarmeð talið myndavél. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað og nauðsynlegt er að hafa neðansjávarmyndavél . Snorklarar sem námskeiðið sitja þurfa allan hefðbundinn snorklbúnað ásamt myndavél.
Kennsluefnið
Innifalið í námskeiðsgjaldi er PADI Digital Underwater Photographer Online (Padi eLearning) kennsluefni.
Námskeiðsverð kr. 54.900
Framhaldsævintýri
Þegar PADI Digital Underwater Photographer námskeiðinu er lokið er tilvalið að skrá sig á framhaldsnámskeið til að auka þekkingu og getu. Námskeið sem aðstoða við að ná sem bestri flotjöfnun sem er mikilvægt fyrir myndatöku eða námskeið sem gefa kost á lengri köfunartíma:
- PADI Enriched Air Diver námskeið
- PADI Peak Performance Buoyancy námskeið
- PADI Dry Suit Diver námskeið