PADI Deep Diver námskeið

Þegar grunnnámi er lokið langar marga að fara eitthvað dýpra. Það er eitthvað spennandi og dularfullt við dýpið sem laðar kafara.

Það sem þú lærir

  • Tækni fyrir djúpköfun, 18 til 40 metrar
  • Hvað þarf að hafa í huga og hvernig búnað þarf að nota í djúpköfun
  • Þjálfun í skipulagningu og framkvæmd djúpkafana
  • Að minnsta kosti fjórar djúpkafanir með PADI köfunarkennara

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að vera minnsta kostu 15 ára og hafa PADI Advanced Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Skemmtilegi hlutinn á þessu námskeiði er að kanna djúpin. Það er ólýsanlegt.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað og nauðsynlegt er að hafa neðansjávarskriffæri og köfunarljós.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 84.900

Framhaldsævintýri

Tilvalið er í framhaldi af PADI Deep Diver námskeiðinu að skrá sig á framhaldsnámskeið til að auka þekkingu og getu. PADI framhaldsnámskeið sem vert væri að skoða eru með tilliti til hærri mentunar svo sem PADI Master Scuba Diver er:

 

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook