PADI Altitude Diver námskeið

Í hvert sinn sem þú ert að kafa í 300 til 3000 metrum yfir sjávarmáli ertu að kafa í hæð. Ef þig langar að kanna huliðsheima vatna uppi á hálendinu er PADI Altitude Diver námskeiðið fyrir þig.

Það sem þú lærir

Að kafa á kröfuharðari köfunarstöðum á sama tíma og forvitninni um „hvað er þarna niðri“ er svalað. Skemmtilegi hlutinn í köfun í hæð er að þú getur kannað staði sem afar fáir eða jafnvel engin hefur skoðað áður.

  • Köfunaráætlun fyrir köfun í hæð, undirbúning, aðgerðir, tækni, vandamál og hættur
  • Aðgerðir með köfunartöflu, Recreational Dive Planner, fyrir köfun í hæð
  • Öryggisstopp og aðgerðir til neyðarafþrýstingar í hæð

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að vera minnsta kosti 10 ára og hafa PADI Junior Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Að kafa á kröfuharðari köfunarstöðum á sama tíma og forvitninni um „hvað er þarna niðri“ er svalað. Skemmtilegi hlutinn í köfun í hæð er að þú getur kannað staði sem afar fáir eða jafnvel engin hefur skoðað áður.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað en mikilvægt er að búnaður nemenda þoli notkun við íslenskar aðstæður.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 99.900

Framhaldsævintýri

Líklegt er að ef þú ætlar að kafa uppi á hálendinu viljir þú vera vel undirbúinn og er tilvalið að taka eftirfarandi námskeið áður en farið er af stað:

Ef þú hefur ekki lokið við PADI Advanced Diver námskeið þá getur PADI Altitude Diver námskeiðið einnig gilt sem ein af Adventure köfunum sem krafist er á PADI Advanced Diver námskeiðinu og með því er hægt að lækka kostnað þess námskeiðs. Í framhaldi af PADI Altitude Diver námskeiðinu er tilvalið að skrá sig á framhaldsnámskeið til að auka þekkingu og getu. Skoðaðu PADI framhaldsnámskeið sem vert væri að taka með tilliti til hærri mentunar:

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook