Sérhæfingar

Frábært úrval séhæfinga í boði s.s. Altitude Diver, Boat Diver, Drift Diver, Emergency Oxygen Provider, Ice Diver, Night Diver, Underwater Navigator og Wreck Diver og fl. Kynnið ykkur námskeiðin.

Kafarar hafa áhuga á mismunandi hlutum tengdri köfuninni. Á sérhæfingarnámskeiðum PADI ættu flestir að geta fundið námskeið sem fellur að ahugamálum og með því auka þekkingu sína og getu.

Hvort sem þig vantar þurrbúningsréttindi, taka myndir í kafi eða hefur áhuga á að kafa niður á 40m dýpi, kafa á súrefnisbættu lofti eða "sigla" um undirdjúpinn með neðansjávarmótor, kafa í skipsflök, undir ís eða uppi á hálendinu þá bjóðum við upp á námskeið í slíku ásamt miklu fleiri áhugamálum. Við erum stöðugt að bæta við okkur kennsluréttindum til að geta boðið enn fleirí sérhæfingarnámskeið.

Tilboð mánaðarinsFylgstu vel með þar sem við bjóðum eitt sérhæfingarnámskeið á sértilboði í hverjum mánuði.

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook