PADI Scuba Diver námskeið

Hefur þú lítinn tíma en langar að læra að kafa? PADI Scuba Diver réttindin gæti hentað þér vel. Námskeiðið er styttra en PADI Open Water Diver námskeiðið en farið er yfir fyrri hluta bóklega námsins og fyrri hluta verklega námsins. PADI Scuba Diver námskeiðið veitir takmörkuð réttindi til köfunar og hentar vel þeim sem ætla einna helst að kafa með köfunarleiðsögumönnum eða ef tíminn til köfunarnáms er lítill, PADI Scuba Diver námskeðið gæti verið málið fyrir þig.

Þetta námskeið er góður grunnur og upphitun fyrir PADI Open Water námskeiðið, ef það er takmarkið. Með PADI Scuba Diver alþjóðlegum köfunarréttindum getur þú:

  • Kafað með PADI Divemaster, aðstoðarköfunarkennara eða köfunarkennara niður á allt að 12 metra dýpi.
  • Fengið loftáfyllingar, leigt köfunarbúnað og tekið þátt í köfunartengdum uppákomum svo lengi sem þær eru í umsjón fyrrgreindra aðila.
  • Lært meira og tekið PADI Open Water Diver réttindi sem og önnur námskeið og jafnvel sérhæfingar.

Skemmtilegi hlutinn

PADI Scuba Diver köfunarréttindin er frábær grunnur og opna dyr að nýjum heimi fyrir alla þá sem töldu að námið væri of langt eða erfitt.

Það sem þú lærir

Á PADI Scuba Diver námskeiðinu lærir þú öll undirstöðuatriði köfunar bæði í sundlaug sem og sjó eða vatni. Farið er vel yfir kennsluefni og verklegar æfingar.

  • Flotjöfnunaræfingar, öndun í kafi og hvernig þægilega má stjórna köfuninni
  • Halda á sér hita í kafi, straumlínulaga köfunina og æfingar með köfunarfélaga
  • Kynnist nýju umhverfi í köfun og því sem líklegt er að þú eigir eftir að sjá og upplifa
  • Hvernig koma skal í veg fyrir möguleg vandamál í kafi
  • Kynning á helstu köfunarferðum og gerðum

Köfunarbúnaðurinn sem þú notar

Innifalið í námskeiðsgjaldi eru afnot af köfunarbúnaði skólanns. Kynntur verður allur helsti köfunarbúnaður sportkafaranns og mikill hluti þess búnaðar notaður á námskeiðinu og má þar telja flotjöfnunarvesti sem loftkúturinn er festur við sem og köfunarlungun sem fæðir kafarann því lofti sem hann þarf, lóð til þyningar og mælasett til að mæla loftbirgðir, dýpi og fl. Þá er einnig notaður þurrbúningaur, eða blautbúningur eftir aðstæðu, fit ásamt köfunargrímu og snorklpípu svo eitthvað sé nefnt.

71142 mKennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er allt það kennskluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu. Kennslubókin er sú sama og notuð er í PADI Open Water Diver námskeiðinu en einungis stuðst við fyrri helming bókarinnar. Ef síðar þig langar að taka PADI Open Water Diver námskeiðið þarf þú ekki að fjáfesta í kennslubókinni aftur.

Kennsluefnið veitir nauðsynlega upplýsingar um þann grunn sem allir kafarar þurfa að kunna sem og hugtakasafn og orðaforða ásamt öryggisatriði. Farið er yfir helstu atriðin sem síðan eru æfð í sundlaug eða við lík skilyrði með köfunarkennara. Þegar þú hefur útskrifast sem kafari getur þú notað kennsluefnið til uprifjunar eða fyrir framhaldsnám í köfun.

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að hafa náð 17.
Nemendur yngri en 18 ára þurfa að framvísa skriflegu leyfi forráðamanna.

Námskeiðsverð kr. 99.900

Framhaldsævintýri

PADI Scuba Diver réttindi eru frábær grunnréttindi og gefa þér kost á að taka PADI Open Water Diver réttinsi þegar þér hentar. Sem PADI Scuba Diver getur þú einnig tekið eftirfarandi námskeið:

  • Tækjasérfræðingur (e. Equipment Specialist) námskeið.
  • PADI Open Water Diver námskeið. Þú getur uppfært réttindin þín í PADI Open Water Diver hvenær sem þér hentar! Á styttri tíma en PADI Scuba Diver námskeiðið tók getur þú klárað það sem upp á vantar í PADI Open Water Diver köfunarréttindin sem gera þér kleyft að kafa á eigin forsendum hvenær sem tími gefst eða þú hefur áhuga á.

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook