PADI Open Water Diver námskeið

Námskeið hefjast í hverri viku.

Náðu þér í köfunarréttindi! Lærðu að kafa á PADI Open Water Diver námskeiði sem veitir þér alþjóðleg köfunarréttindi og heimild til að leigja köfunarbúnað.

Ef þig hefur alltaf langað til að læra að kafa, upplifa ný ævintýri eða einfaldlega a skoða neðansjávarheiminn þá byrjar það á þessu námkeiði.

PADI Open Water Diver námskeiðið er vinsælasta köfunarnámskeið í heimi sem milljónir manns hafa tekið og kynnst nýjum og ævintýrlegum heimi kafara.

Það sem þú lærir

PADI Open Water Diver námskeiðið byggist á þremur hlutum:
Bóklegu heimanámi og fyrirlestrum á netinu sem byggir undirstöðuatriðin í köfun.
Verklegu námi í sundlaug þar sem grunnkunnátta er æfð
Verklegu námi í sjó eða vatni þar sem kunnáttan er æfð frekar og nýtt til að upplifa umhverfið

Ef þú hefur áður prófað að kafa áður, tekið þátt í PADI Discover Scuba Diving köfun eða tekið PADI Scuba Diver námskeiðið geta æfingar sem þú lærðir þar nýst inn í PADI Open Water Diver námskeiðið.

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að hafa náð 17 ára aldri.
Nemendur yngri en 18 ára þurfa að framvísa skriflegu leyfi forráðamanna.

Skemmtilegi hlutinn

Skemmtilegi hlutinn á þessu námskeiði... uuuuu eiginlega allt því að læra að kafa er frábært. Að anda í kafi í fyrsta skipti (ógleymanlegt) og læra allt sem þarf til að verða kafari með alþjóðleg réttindin. Á þessu námskeiði er kennt í sundlaug og í sjó eða vatni undir eftirliti PADI kennara.

Köfunarbúnaðurinn sem þú notar

Innifalið í námskeiðsgjaldi eru afnot af köfunarbúnaði skólanns. Kynntur verður allur helsti köfunarbúnaður sportkafaranns og mikill hluti þess búnaðar notaður á námskeiðinu og má þar telja flotjöfnunarvesti sem loftkúturinn er festur við sem og köfunarlungun sem fæðir kafarann því lofti sem hann þarf, lóð til þyningar og mælasett til að mæla loftbirgðir, dýpi og fl. Þá er einnig notaður þurrbúningur, eða blautbúningur eftir aðstæðu, fit ásamt köfunargrímu og snorklpípu svo eitthvað sé nefnt.

60067uk mKennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er allt það kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu, í starfrænni útgáfu. Kennsluefnið veitir nauðsynlega upplýsingar um þann grunn sem allir kafarar þurfa að kunna sem og hugtakasafn, orðaforða ásamt öryggisatriðum. Farið er yfir helstu atriðin sem síðan eru æfð í sundlaug eða við álíka skilyrði með köfunarkennara. Þegar þú hefur útskrifast sem kafari getur þú notað kennsluefnið til upprifjunar eða fyrir framhaldsnám í köfun.

Byrjaðu núna!

Ekki hika. Hafðu samband og byrjaðu að læra að kafa í dag. PADI Open Water Diver námskeiðið er frábær upplifun sem þú býrð að alla ævi.

Námskeiðsverð kr. 129.990

Framhaldsævintýri

Margir sem tekið hafa PADI Open Water Diver námskeiðið hafa haldið áfram til aukinna köfunarréttinda og í raun er hægt að taka aukin köfunarréttindi samhliða grunnnámi líkt og Padi Dry Suit Diver, Padi Enriched Air Diver og fl. Frábært framhald er að taka PADI Advanced Open Water Diver námskeið sem opna enn meiri vídd í köfunina til dæmis með næturköfunum, að læra að rata með áttavita, kafa dýpra eða allt að 30 metra auk margra annara ævintýralegra kafana.

Sem PADI Open Water Diver getur þú einnig tekið eftirfarandi námskeið:

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook