PADI Rescue Diver námskeið

Orðin „áskorun“ og „gefandi“ koma fyrst upp í hugan til að lýsa PADI Rescue Diver köfunarnámskeiðinu.

Það sem þú lærir

  • Sjálfsbjörgun
  • Að þekkja og og geta haft áhrif á streitu, álag og spennun annara kafara
  • Stjórnun við neyðaraðstæður ásamt neyðarbúnaði
  • Björgun kafara sem haldin er skelfingu eða hræðslu
  • Björgun kafara sem ekki bregst við eða er meðvitundarlaus

Þú munt læra að hugsa eins og björgunarkafari og gera æfingar með PADI köfunarkennara. Þegar námskeiðinu er lokið býrðu að þekkingu og tækni sem gerir þér kleyft að takast á við nánast hvaða neyðar- og hættuástand sem er.

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að hafa PADI Advanced Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðrum köfunarsamtökum.
Hafa náð 15 ára aldri. Nemendur yngri en 18 ára þurfa að framvísa skriflegu leyfi forráðamanna.
Hafa gilt skyndihjálparskírteini Rauðakrossins eða sambærilegt skírteini frá öðru félagi

Skemmtilegi hlutinn

Margir hafa sagt þetta skemmtilegasta námskeiðið af öllum PADI námskeiðunum enda bæði hagnýt og fræðandi sem kafarar búa að til framtíðar.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er PADI Rescue Diver kennsluefni á netinu (PADI eLearning) og ásamt blástursgrímu til eignar.

Námskeiðsverð kr. 99.900

Framhaldsævintýri

Þegar PADI Rescue Diver námskeiðinu er lokið standa opnar spennandi leiðir í PADI kerfinu, allt eftir því hvert hugurinn stefnir.

Sem PADI Rescue Diver getur þú einnig tekið eftirfarandi námskeið:

  • PADI Divemaster námskeið, fyrsta skrefið í atvinnumennsku í köfun sem gefur kost á að fara í köfunarferðir með ferðamenn, kenna ákveðin námskeið í PADI köfunarkerfinu og aðstoða PADI köfunarkennara við kennslu kafara.

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook