Framhaldsnám

Að loknu grunnnámi í köfun er tilvalið að halda áfram köfunarnámi og viða að sér aukinni þekkingu og reynslu.

Þó hér sé aðeins að finna tvö framhaldsnám þá leynir það nokkuð á sér. PADI Advanced Open Water námskeiðið er í raun samansett af hlutum úr sérhæfingarnámskeiðum og því hægt að velja í hvernig kafanir er farið á námskeiðinu, allt eftir því hvað hentar áhuga hvers og eins.

PADI Rescue Diver er eitt alskemmtilegasta köfunarnámið að sögn flestra sem námskeiðið taka. Á námskeiðinu læra kafarar viðbrögð við og úrlausn vandamála sem upp gætu komið ef óhapp bæri að höndum, bæði með sjálfan sig í huga sem og þá sem kafa með.

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook