PADI Divemaster námskeið

PADI GO PRO LOGOLangar þig að taka fyrstu skrefin í atvinnumennskuna í köfun? Ævintýri þitt í atvinnumennskuna í sportköfun hefst á PADI Divemaster námskeiðinu. Ásamt því að vinnan náið með PADi köfunarkennara munt þú á þessu námskeiði auka þekkingu þína og fínpússa tæknina upp í getu atvinnumanna. PADI Divemaster námskeiðið þróar leiðtogahæfileikana, vottar þig sem stjórnanda köfunartengra atburða og að aðstoða kennara við kennslu. Að vera vottaður PADI Divemaster er skilyrði fyrir námi sem PADI aðstoðarkennari og PADI köfunarkennari.

Það sem þú lærir

Á námskeiðinu lærir þú að stjórnun í köfun bæði á fyrirlestrum sem bóklegu sjálfsnámi. Þú lýkur þolæfingum og sýnir getur þína í vatni sem og þjálfun sem eykur getu þína og skipulag ásamt því að leysa vandamál og hjálpa öðrum að bæta sig í köfun. Þekkinguna nýtir þú síðan í verklegri þjálfun hjá köfunarkennara eða með skipulögðum þjálfunaræfingum.

Hvað getur þú gert sem PADI Divemaster?

Eftir að hafa lokið PADI Divemaster námskeiðinu hefur þú réttindi frá PADI til að:

Hafa umsjón með þjálfun og og öðrum atriðum með því að undirbúa, skipuleggja og stjóna köfunum

 • Aðstoða PADI köfunarkennara við kennslu á PADI námskeiðum
 • Halda PADI Skin Diver námskeið og PADI Discover Snorkeling námskeið
 • Halda PADI Discover Local Diving
 • Halda PADI Scuba Review námskeið
 • Ef einnig með PADI Discover Scuba Diving Leader réttindi þá halda PADI Discover Scuba Diving námskeið
 • Taka PADI Digital Underwater Photographer Instructor námskeið og í framhaldinu kennt PADI Digital Underwater Photographer námskeið
 • Fara með nema, sem eru að taka PADI Open Water Diver námskeið, í umhverfisskoðunarhluta Open Water kafana 2, 3 og 4 í hlutafallinu 2 nemar fyrir hvern vottaðan Divemaster
 • Fylgja nemum á PADI Open Water Diver námskeið undir óbeinni stjórn PADI köfunarkennara við:
 • Yfirborðssund til og frá þeim stað sem farið er útí og í áttavitaæfingum á yfirborðinu
 • Þegar köfunarkennarinn er með nema í æfingum s.s. eins og niðurferð eða uppferð, má Divemaster bíða með öðrum nemum (einstaklingi eða félögum)
 • Fylgja nemum í PADI Adventure köfunum eða Speciality köfunum undir óbeinni stjórn PADI köfunarkennara.
 • Halda PADI Seal Team Skin Diver Specialist AquaMission námskeið
 • Undir óbeinni stjórn PADI köfunarkennara, kafa með þáttakendur í PADI Discover Scuba Diving eftir að þáttakendur hafa farið fyrstu köfunina með PADI köfunarkennara
 • Kenna Emergency First Response námskeið eftir að hafa klárað PADI Emergency First Response Instructor námskeiðið sjálfur.

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Vera orðin 18 ára

 • Vera PADI Advanced Open Water Diver (eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi)
 • Vera PADI Rescue Diver (eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi)
 • Hafa tekið Emergency First Responce Primary and Secondary Care námskeiðið (eða tekið skyndihjálparnámskeið hjá Rauða Krossinum) innan síðustu 24 mánaða
 • Hafa kafað að minnsta kosti 20 kafanir við upphaf námskeiðs og 60 kafanir við lok þess
 • Vera í líkamlega góðu ástandi sem hæfir Divemaster og leggja fram PADI Medical Statement (PDF) undirrituðu af lækni innan 12 mánaða.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Það er ráðlagt að nemendur eigi sinn eigin búnað þar sem slíkt eykur þekkingu og hæfileika nemanda. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað og nauðsynlegt er að hafa neðansjávarskriffæri, köfunarhníf, köfunartölvu og þ.h.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er PADI Divemaster Crew pakki sem inniheldur allt kennsluefni sem notað er á þessu námskeiði. Í pakkanum er að finna:

 • Padi Divemaster kennslubók
 • Padi Divemaster DVD - nemendaútgáfa
 • The Encyclopedia of Recreational Diving – yfirgripsmikil bók um köfunarlíffræði, sálfræð og búnað
 • The Diving Knowledge Workbook – verkefnabók í sjálfsnámi og undirbúningur fyrir lokapróf í PADI Divemaster og Padi Instructor námskeiðunum.
 • Divemaster köfunarspjöld
 • Discover Scuba Diving köfunarspjöld
 • Padi Instructor Manual – Kennsluhandbók PADI
 • Padi Professional köfunardagbók
 • PADI taska

Hægt er að bæta við PADI eLearning kennsluefni af netinu. 

Námskeiðsverð kr. 369.900
Námskeiðsverð með PADI eLearning viðbót kr. 399.900

Framhaldsævintýri

Eftir PADI Divemaster námskeiðið er þó mikið sem en má læra í atvinnuköfun. Hægt er að læra til PADI aðstoðarkennara eða PADI Open Water Diver kennara auk ýmissa sérhæfinga sem bæta má við sig.

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook