Námskeið

Ný námskeið hefjast í hverri viku.

Köfunarfélagið heldur námskeið allt árið um kring, allt frá grunnnámskeiðum upp í fyrstu stig atvinnumennsku í köfun ásamt úrvali sérhæfðra námskeiða. Þá er einnig hægt að prófa að kafa undir handleiðslu köfunarkennara án þess að þurf að skrá sig á fullt námskeið. Í framhaldinu getur þú skráð þig á námskeið og lært að stunda þetta frábæra sport.

Á grunnnámskeiðum lærir þú undistöðuatriði köfunar, bæði verklega og bóklega þætti ásamt því að kafa í sjó eða vatni. Grunnnámskeiðin eru fyrstu skref þess að kynnast neðansjávarheimum og þeirra ævintýra sem þar bíða.

Nokkur framhaldsnámskeiða eru í boði fyrir þá sem lokið hafa grunnnámskeiðum undir merkjum PADI eða annara sambærilegra köfunarkerfa. Framhaldsnámskeiðin auka þekkingu, getu og reynslu kafarans.

Úrval sérhæfðra köfunarnámskeiða eru einni í boði bæði fyrir kafara sem lokið hafa grunnnámskeiði en einnig er að finna námskeið sem ekki eru gerðar kröfur um að nemandi hafi lært köfun. Sérhæfð köfunarnámskeið eru frábær leið til að auka þekkingu og getu ásamt því að opna skemmtilega og spennandi möguleika í köfun.

Almennt fer kennsla fram á íslensku en einnig er boðið upp á námkeið á ensku. Flest námskeið er hægt að halda með stuttum fyrirvara. Vinsamlega hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

 

Hægt er að skrá sig með því að senda okkur skilaboð.

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook