Teymið

Teymi Köfunarfélagsins er alltaf að stækka og við bætast frábærir einstaklingar með brennandi áhuga á köfun.
 
Zebbi myndGuðmundur Zebitz (Zebbi) - Köfunarkennari

Guðmundur er menntaður PADI Master Scuba Dive Trainer köfunarkennari með nítján PADI Specialty kennararéttindi, Emergency First Response fyrstuhjálparkennari ásamt því að hafa B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Guðmundur lærði köfun hjá köfunarfyrirtækinu MEDIVERS á Kýpur árið 2001 og var í hópi fyrstu PADI köfunarkennara á Íslandi til að læra til köfunarkennara við íslenskar aðstæður árið 2005.

Guðmundur er nokkuð virkur í félagsmálum og verið félagi í Sportkafarafélagi Íslands frá árinu 2001 og gengt trúnaðarstörfum fyrir félagið m.a. sem formaður þess. Helstu áhugamál Guðmundar utan köfunar eru skotveiði og mótorhjól. 

valli myndValgeir Pétursson (Valli) - Divemaster

Valgeir er menntaður PADI Divemaster, Tech Trimix kafari, Tech Gas Blender og Emergency First Response fyrstuhjálparkennari ásamt B.Sc gráðu í véltæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík en einnig hefur hann starfað sem stundarkennari við Háskólan í Reykjavík.

Valgeir var einn af fyrstu nemendum Köfunarfélagsins og hefur ekki geta slítið sig frá köfun síðan.

Valgeir er virkur félagi í Sportkafarafélagi Íslands og helstu áhugamál Valgeirs utan köfunar eru mótorhjól ásamt hönnun og smíði allskyns tækja.

Þá er Valgeir núverandi Íslandsmethafi í djúpköfun í ferskvatni (88m) og í sjó (103m).

 

 Símon Barri Haralds (Símon) - Köfunarkennari

Símon er menntaður PADI Master Scuba Dive Trainer köfunarkennari með tólf PADI Specialty kennararéttindi, Padi TecRec köfunarkennari, Tech Trimix og Gasblender kennari, Emergency First Response fyrstuhjálparkennari ásamt því að vera lærður rafeindavirki.

Símon stundar einnig tækniköfun í ýmsum útfærslum og bætti nýverið við sig hellaköfunaréttindum.

Símon byrjaði að kafa hjá Köfunarfélaginu árið 2009 og hélt hann ótrauður áfram og lærði alla leið upp í kennara bæði á Íslandi og í Norgegi. Önnur áhugamál eru mótorhjól, klifur, bækur og ferðalög... og að finna meiri tíma fyrir áhugamálin.

Joi MyndJóhann Sigurjónsson (Jói) - Divemaster og atvinnukafari

Jóhann er menntaður PADI Divemaster, hefur atvinnuköfunarréttindi C frá Siglingastofnun Ísland og starfaði í nokkur ár sem kafari hjá Landhelgisgæslu Íslands. Jóhann er einnig menntaður húsasmiður.

Jóhann hefur kafað frá 1996 og hefur gert allt frá skemmtiköfun í erfiðustu skrúfuskurði.

    

 

 

 

Joi hinn MyndJóhann Ingi Jónsson (Jói - hinn) - Advanced Open Water Diver og sérhæfingar

Jóhann er menntaður PADI Advanced Open Water Diver en er í námi til PADI Rescue Diver og stefnir ótrauður hærra. Jóhann er nemandi í Háskóla Íslands og rekur eigið verktakafyrirtæki.

Síðan Jóhann útskrifaðist með grunnréttindi í köfun árið 2011 frá Köfunarfélaginu hefur hann gefið sig allan í köfunina síðan þá ásamt allmennri útivist, fjallaferðum og fleira.

 

 

 

saga

Ómar Þór Júlíusson - Advanced Open Water Diver og sérhæfingar

Ómar er menntaður PADI Advanced Open Water Diver, Padi Nitrox Diver og er í Padi Rescue Diver námi á leið í Padi Divemaster og enþá lengra. Ómar er einnig menntaður rafvirki og vélfræðingur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Ómar byrjaði að kafa árið 2011 í Noregi og mun efalaust vera mikið á flakkinu á milli Íslands og Noregs.

Áhugamál önnur en köfun má telja mótorhjól og stangveiði.

 

Kristján Óttar Klausen - Rescue Diver

Krisján er menntaður PADI Rescue Diver og er í Padi Divemaster kennslunámi. Kristján stundar einnig nám við Jarðfræðideild Háskóla Íslands.

Kristján byrjaði að kafa árið 2011 á Lanzarote og stefnir ótrauður í atvinnumennsku í köfun.

Áhugamál önnur en köfun má m.a. telja útivist.

 

    

Anna Dóra Aldísardóttir - Open Water Diver

Anna Dóra er PADI Open Water Diver og stefnir mun hærra.

Anna Dóra byrjaði að kafa hjá Köfunarfélaginu árið 2010. 

Áhugamál önnur en köfun má telja ferðamál, ferðalög, hestasport fl.

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook