PADI ReActivate upprifjun

Endurnýjaðu köfunarskírteinið þitt ef þú hefur ekki kafað í langan tíma og villt dusta rykið af þekkingunni. ReActivate upprifjunin er frábær leið til að uppfæra köfunarþekkinguna og getu sem lærð var til dæmis á PADI Open Water námskeiðinu áður en hoppað er aftur út í. Hvort sem þú þarft minniháttar upprifjun eða fara yfir alla helstu þættina þá er PADI ReActivate upprifjunin sérsniðin fyrir þig. Þú getur valið um að skoða upprifjunarefnið á spjaldtölvu, í snjallsímanum eða á tölvu og farið svo að kafa með PADI Divemaster eða PADI kennara. PADI ReAcitvate er fljótleg, auðveld og góð leið til að undirbúa þig fyrir næsta PADI námskeið eða fyrir næsta köfunarferðalag. Best hlutinn er að kafarar sem klára bæði bóklegan hluta og upprifjun í kafi fá nýtt köfunarskírteini með ReActivate dagsetningu.

Allir kafarar sem vilja upprifjun eða aðstoð áður en farið er í köfunarferð ættu að taka Padi ReActivate upprifjun. Þegar kafað er í skipulögðum ferðum er gott að geta sýnt að þekkinging sé til staðar, nýuppfærð, með Padi ReActivate skírteininu, sem þýðir að hægt er að hoppa beint útí.

PADI skírteini renna aldrei út og að fara á PADI ReActivate upprifjun er ekki skilyrði þó ekki hafi verið kafað lengi. Það er hinsvegar ráðlagt að dusta rykið af undirstöðuatriðunum, þekkingu og getu ef ekki hefur verið kafað í langan tíma.

Það sem þú lærir

Með því að nota ReActivate Touch (fyrir spjaldtölvur og snjallsíma) eða ReActivate Online (fyrir tölvur) færðu upprifjunarefni sem aðstoðar við að rifja upp eldri þekkingu ásamt því að fá nýja þekkingu á því sem breyst hefur í köfunarumhverfinu síðan þú lærðir að kafa. Farið er yfir öryggismál, köfunarplan, úrlausn vandamála og fl. Þú ferð í gegnum ReActivate upprifjunina á eigin hraða og kafar dýpra í þá þætti sem þú villt skoða sérstaklega.

Í verklega hluta upprifjunarinnar er farið að kafa með PADI Divemaster eða PADI kennara sem aðstoðar þig við að rifja upp alla helstu verklega þætti köfunar og farið er yfir öryggistengd atriði.

Skilyrði fyrir þátttöku á þessa upprifjun

Þú þarft að hafa PADI Open Water Diver, PADI Junior Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðrum viðurkenndum köfunarsamtökum.
Nemendur yngri en 18 ára þurfa að framvísa skriflegu leyfi forráðamanna

Köfunarbúnaðurinn sem þú notar

Gert er ráð fyrir að á upprifjuninni noti nemendur eigin köfunarbúnað. Hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á uprifjuninni stendur. Á PADI ReActivate þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað ef farið er í verklega upprifjun s.s. grímu, snorklu, fit, lugnasett, flotjöfnunarvesti, köfunarloftkút og eftir aðstæðum þurrbúning.

Hvernær getur þú byrjað

Hægt er að byrja strax. Hafðu samband við okkur og við sníðum PADI ReActivate upprifjunina að þínum þörfum, hvort sem um er að ræða bara bóklegan þátt, verklegan þátt eða bæði. Þú færð aðgang að PADI ReActivate Touch eða Online upprifjunarefninu og getur strax farið að uppfæra þekkingu þína. Í framhaldinu skipuleggjum við verklegar æfingar, ef það er hluti af upprifjuninni.

Verð á bóklegri upprifjun frá kr. 29.900
Verð á bóklegri og verklegri upprifjun frá kr. 49.900

Framhaldsævintýri

Allir kafarar með grunnréttindi frá alþjóðlega viðurkenndum köfunarsamtökum geta aukið þekkingu sína með framhaldsnámskeiðum PADI. Skoðaðu úrvalið af námskeiðum sem Köfunarfélagið býður upp á.

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook