Project AWARE námskeið

Neðansjávarheimum vantar hetjur. Þú getur orðið ein af þessum hetjum með því að hugsa um umhvefið og viðkvæma náttúru undir yfirborðinu.

Það sem þú lærir

Project AWARE stofnunin er leiðandi sjálfseignarstofnum sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni en hefur það markmið að vernda umhverfið undir yfirborðinu með fræðslu, framkvæmd og afstöðu. Ásamt því að klára Project AWARE námskeiðið getur þú orðið þátttakandi í því að vernda neðansjávarumhverfið.

Þú lærir um

 • Allt það helsta um vandamál hafsins og stranda
 • Fiskveiðar, áhrif þeirra og áskoranir ásamt sjálfbærni
 • Umhverfi kóralla og lífvera þeirra
 • Hlutverk kafara í verndun umhverfisins neðansjávar

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Það eru engin skilyrði fyrir þátttöku á þessu námskeið, bara áhugi á umhverfinu og verndun þess.

Skemmtilegi hlutinn

Þú skiptir máli og getur lagt á vogarskálarnar að vernda umhverfið

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er allt það kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 49.900

Framhaldsævintýri

Tilvalið er fyrir þá kafara sem láta sig umhverfið máli skipta að halda áfram til aukinna köfunarréttinda og læra nýja hluti sem aðstoða við verndun umhverfisns eða hinna sem ekki hafa lokið við köfunarnámskeið.

Fyrir þá sem ekki hafa lokið köfunarnámskeiði er tilvalið að skrá sig á:

Fyrir þá sem þegar eru kafarar er tilvalið að skrá sig á:

 

PADI Underwater Naturalist námskeið

Horfðu betur í kringum þig næst þegar þú kafar. Leitaðu af og skoðaðu sambýli lífverana í kafi, rándýra, bráðar og annara tenginga milli sjávardýra og planta. Ekki bara læra hvað dýrin og pönturnar heldur hvernig þau eiga skamskipti við hvort annað í náttúrunni.

Það sem þú lærir

 • Helstu samskipti, hópamyndanir sjávarlífvera og staðreyndir sem eyða mýtum og tröllasögum
 • Hvert hlutverk sjávarplanta er, fæðukeðjan og samskipti rándýrs og bráðar
 • Ábyrgða afstöðu og framkomu gangvart lífinu og hlutu meðansjávar
 • Hugarfar Underwater Naturalist kafara með tilliti til lífvera og hlutverka þeirra í umhverfinu
 • Fræðslu í tveimur köfunum með PADI Underwater Naturalist Specility köfunarkennara

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að vera minnsta kostu 10 ára og hafa PADI Junior Open Water Diver, PADI Open Water Diver eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Þú lærir hvers vegna sumar verur haga sér eins og þær gera og hvaða hlutverki þær hafa að gegna í neðansjávarlífríkinu.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað en mikilvægt er að búnaður nemenda þoli notkun við íslenskar aðstæður. Gott er að hafa neðansjávarksriffæri.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 69.900

Framhaldsævintýri

Ef þú hefur áhuga á að vernda neðansjávarumhverfið og skrá það sem þú sérð og upplifir eru eftirfarandi Speciality eitthvað sem vert er að skoða.

Einnig er vert að skoða eftirfarandi Speciality með tilliti til lengri köfunartíma.

 

PADI Search and Recovery námskeið

Hefur þú einhverntíman misst eitthvað í kafi eða útí? Ertu að leita af horfnum fjársjóðum? Á PADI Search and Recovery Specility námskeiðinu lærir þú leiðir til að finna hluti í kafi og koma þeim upp á yfirborðið. Litla, stóra eða bara kjánalega, það er alltaf leið til að koma þeim upp.

Það sem þú lærir

 • Skipulagningu leitar og endurheimt
 • Framkvæmd, tækni og hvernig átt er við möguleg vandamál sem komið geta uppá
 • Hvernig maður finnur stóra og smáa hluti með leitartækni
 • Hvernig lyftipoki er notaðu og aðrar aðferðir við endurheimt
 • Tækni við leit við slæmar aðstæður

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að vera minnsta kostu 12 ára og hafa PADI Junior Advanced Open Water Diver köfunarréttindi, PADI Junior Open Water Diver með Underwater Navigator Speciality köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Að finna týnda hluti og koma þeim upp á yfirborðið er skemmtilegt og spennandi. En þessi þekking og geta er ekki bara skemmtileg heldur einnig hagnýt t.d. ef þú týnir einhverju undir yfirborðið. Sem Search and Recovery kafari veistu bæði hvernig þú átt að leita af hlutnum og endurheimta hann.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað en mikilvægt er að búnaður nemenda þoli notkun við íslenskar aðstæður. Nauðsynlegt er að hafa neðasjávaráttavita á þessu námskeiði.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 74.900

Framhaldsævintýri

Tilvalið er fyrir þá sem hafa áhuga á björgun og endurheimt að skrá sig á framhaldsnámskeið og koma þau flest til greina enda mikið úrval Specialities í boði.

 

PADI Peak Performance Buoyancy námskeið

Flotjöfnun er grunnurinn að góðri köfun en hvað er hlutlaus flotjöfnun? Kafarar vilja vera hlutlaust flotjafnaðir svo þeir hvorki sökkvi né fljóti upp. Þetta getur verið nokkuð snúið. Kafarar sem náð hafa fullkominni stjórn á flotjöfnuninni eru í sérflokki. Þú sérð þá í kafi, svífandi áreynslulaust, nota minna loft og virðast stjórna uppferð og niðurferð eða svifi með huganum einum. Áhrif þeirra á umhverfið og dýralíf en nánast ekkert. PADI Peak Performance Buoyancy námskeið skerpir á þeirri flotjöfnun sem þú lærðir í PADI Open Water Diver námskeiðinu og lyftir þekkingunni og getu á næsta stig.

Ef PADI Peak Performance Buoyancy hefur verið tekið sem hluti af PADI Advanced Open Water Diver / Adventure Diver námskeiði getur það nýst sem fyrsta köfun í þessu PADI Peak Performance Buoyancy Specialty námskeiði.

Það sem þú lærir

 • Að ganga frá og stilla búnaðinn þinn á þann máta að fullkomið jafnvægi sé í köfun
 • Aðferðir til að stilla lóðin, ekki of mikið og ekki of lítið. Grömm skipta máli
 • Vera straumlínulagaður í köfun til að lágmarka loftnotkun og áreynslu
 • Hvernig svífa á án áreynslu, lárétt og lóðrétt

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að hafa PADI Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Skemmtilegi hlutinn á þessu námskeiði er að læra og æfa tækni sem þér datt jafnvel ekki í hug að væri mögulegt að gera.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að því kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu.

Námskeiðsverð kr. 74.900

Framhaldsævintýri

Hluti af því að hafa fullkomna stjórn á fljotjöfnuninni er að vita nákvæmlega hvernig flotjöfnunarvestið, lóðin og þurrbúningurinn virka á sem bestan máta auk þess að halda straumlínulögun í kafi. Þetta gerir því PADI Equipment Specialist köfunarnámskeiðið frábært framhaldsnámskeið þar sem þú lærir enþá meira um köfunarbúnað og hvernig hann best hentar þér.

 

PADI Enriched Air Diver námskeið

speciality-montj-logoNámskeiðið er vinsælasta námskeið sem PADI býður upp á og það er auðvelt að sjá hvers vegna. Að kafa með Enriched Air Nitrox gefur kafaranum lengri köfunartíma án þess að fara út fyrir afþrýstimörkin. Þetta þýðir lengri tími í kafi, sérstaklega þegar kafa á nokkrum sinnum á stuttum tíma.

Það sem þú lærir

 • Tækni til að auka köfunartíma með því að nota Nitrox
 • Hvað þarf að hafa í huga með búnað þegar kafað er með Nitrox
 • Hvað þarf að hafa í huga varðandi súrefnisupptöku
 • Hvernig þú veist hvaða loftblanda er í köfunarkútnum þínum
 • Hvernig þú stillir köfunartölvu fyrir Nitrox kafanir

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að vera minnsta kostu 15 ára og hafa PADI Open Water Diver eða sambærileg réttindi frá öðru köfunarkennslukerfi.

Skemmtilegi hlutinn

Yfirleitt getur þú verið lengur í kafi og kemst fyrr í kaf aftur. Ekki skrítið af hverju flestir kafarar velja þetta sem fyrsta PADI Speciality sem þeir taka.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Engin köfun er í þessu námskeiði og köfunarbúnaður annar en Nitrox vottuð köfunartölva því óþarfur. Hægt er að bæta köfun með Nitrox við þetta námskeið gegn gjaldi og nota nemendur þá eigin köfunarbúnað en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi. Mikilvægt er að búnaður nemenda þoli notkun við íslenskar aðstæður og vottaður til notkunar með Nitrox.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er aðgangur að bóklegu kennsluefni sem nauðsynlegt er námskeiðinu ásamt kennslubók til eignar.

Námskeiðsverð kr. 49.900

Framhaldsævintýri

PADI Enriched Air Diver námskeið bætir nánast alla köfun og getur einnig gilt sem ein af Adventure köfunum sem krafist er á PADI Advanced Diver námskeiðinu og með því er hægt að lækka kostnað þess námskeiðs. Þá er tilvalið að skrá sig á önnur PADI Speciality námskeið til hærri menntunar í köfun í framhaldinu.

 

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook