PADI Rescue Diver námskeið

Orðin „áskorun“ og „gefandi“ koma fyrst upp í hugan til að lýsa PADI Rescue Diver köfunarnámskeiðinu.

Það sem þú lærir

 • Sjálfsbjörgun
 • Að þekkja og og geta haft áhrif á streitu, álag og spennun annara kafara
 • Stjórnun við neyðaraðstæður ásamt neyðarbúnaði
 • Björgun kafara sem haldin er skelfingu eða hræðslu
 • Björgun kafara sem ekki bregst við eða er meðvitundarlaus

Þú munt læra að hugsa eins og björgunarkafari og gera æfingar með PADI köfunarkennara. Þegar námskeiðinu er lokið býrðu að þekkingu og tækni sem gerir þér kleyft að takast á við nánast hvaða neyðar- og hættuástand sem er.

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að hafa PADI Advanced Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðrum köfunarsamtökum.
Hafa náð 15 ára aldri. Nemendur yngri en 18 ára þurfa að framvísa skriflegu leyfi forráðamanna.
Hafa gilt skyndihjálparskírteini Rauðakrossins eða sambærilegt skírteini frá öðru félagi

Skemmtilegi hlutinn

Margir hafa sagt þetta skemmtilegasta námskeiðið af öllum PADI námskeiðunum enda bæði hagnýt og fræðandi sem kafarar búa að til framtíðar.

Köfunarbúnaðurinn sem þú þarft

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er PADI Rescue Diver kennsluefni á netinu (PADI eLearning) og ásamt blástursgrímu til eignar.

Námskeiðsverð kr. 99.900

Framhaldsævintýri

Þegar PADI Rescue Diver námskeiðinu er lokið standa opnar spennandi leiðir í PADI kerfinu, allt eftir því hvert hugurinn stefnir.

Sem PADI Rescue Diver getur þú einnig tekið eftirfarandi námskeið:

 • PADI Divemaster námskeið, fyrsta skrefið í atvinnumennsku í köfun sem gefur kost á að fara í köfunarferðir með ferðamenn, kenna ákveðin námskeið í PADI köfunarkerfinu og aðstoða PADI köfunarkennara við kennslu kafara.

 

PADI Advanced Open Water Diver námskeið

Spenna, upplifun, reynsla!

Það er akkúrat það sem PADI Advanced Open Water Diver námskeiðiðs snýst um og nei... þú þarft ekki að vera þaulvanur kafari til að taka þetta námskeið enda hannað til að hægt sé að taka námskeiðið í beinu framhaldi af PADI Open Water námskeiðinu. PADI Advanced Open Water Diver námskeiðið hjálpar við að byggja upp sjálfstraust og köfunarkunnáttu svo þér líði enþá betur í kafi. Námskeiðið er frábær leið til að kafa oftar og meira með aðstoð PADI köfunarkennaranns og byggir á öllu því sem þú hefur lært hingað til sem og marga nýja hluti sem allt hefur það að markmiði að skemmta sér í köfun.

Það sem þú lærir

Þú munnt skerpa á allri kunnáttu þinni í fimm ævintýraköfunum sem kynna þér fyrir:

 • Rötun í kafi (e. Underwater Navigation)
 • Djúpköfun, yfirleitt á milli 18 til 30 metrar (e. Deep water diving)
 • Næturköfun (e. Night diving)
 • Flotjöfnunarköfun (e. Peek Perfomance Bouyancy diving)
 • Þurrbúningsköfun (e. Dry suit diving)

ATH! Hægt er að skipta út síðustu tveimur köfunum fyrir aðrar s.s. fjallaköfun, bátaköfun, straumköfun, náttúruköfun, neðansjávarljósmyndun/video, flakaköfun, köfun með súrefnisbættu lofti eða köfun með neðafnsjávarfarartækjum. Slík breyting getur þó haft áhrif á verð námskeiðsins. Vinsamlega hafið samband vegna upplýsinga um verð vegna slíkra breytinga.

Sú þekking og reynsla sem þú færð í PADI Advanced Open Water Diver námskeiðinu getur því verið misjöfn, eftir því hvaða ævintýrakafanir eru teknar en námskeiðið inniheldur þó alltaf:

 • Hagnýta hluti djúpköfunar
 • Lífeðlisfræðileg áhrif dýpri kafana
 • Fleiri leiðir til að nota áttavita í kafi
 • Hvernig skal rata með notkun sjónrænna hluta, tíma og sundspyrna
 • Hvernig betur má nota köfunartölvu og rafrænan köfurnarskipuleggjara (e. Recreational Dive Planner, eRDP)
 • Og auðvita margt, margt meira allt eftir því hvaða ævintýrakafanir eru farnar.

Skilyrði fyrir þátttöku á þetta námskeið

Þú þarft að hafa PADI Open Water Diver, PADI Junior Open Water Diver köfunarréttindi eða sambærileg réttindi frá öðrum viðurkenndum köfunarsamtökum.
Hafa náð 15 ára aldri, eða 12 ára aldri fyrir PADI Junior Advanced Open Water Diver köfunarréttindi.
Nemendur yngri en 18 ára þurfa að framvísa skriflegu leyfi forráðamanna.

Skemmtilegi hlutinn: Þitt val

Ein af ástæðunum fyrir því að PADI Advanced Open Water námskeiðið er svona skemmtilegt er að það kynnir marga nýja möguleika í köfun ásamt því að gefa val, eftir aðstæðum, á því hvernig námskeið er tekið en hægt er að velja úr 15 mismunandi köfunum til að klára námskeiðið.
Framtíðarávinningur! Hver ævintýraköfun á PADI Advanced Open Water námskeiðinu telur sem fyrsta köfun sem hægt er að nota í framhaldsnámi á samsvarandi PADI Specialty Diver námskeiði.

Köfunarbúnaðurinn sem þú notar

Nemendur nota eigin köfunarbúnað á námskeiðinu en einnig er hægt að leigja búnaðinn gegn vægu gjaldi á meðan á námskeiðinu stendur. Á námskeiðinu þarf allan hefðbundinn köfunarbúnað. Sérstakur búnaður sem nota þarf ef námskeiðinu er breytt, það er farið er í aðrar kafanir en tilgreindar eru sérstaklega sem hluti námskeiðsins, er ekki innifalinn í námskeiðsverði og þarf að semja um sérstaklega. Þar er til dæmis átt við neðarsjávarfarartæki, tæki og tól til leitar og björgunar, bátar eða önnur farartæki utan þess sem innifalið er í stöðluðu námskeiði og svo framvegis.

Kennsluefnið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er PADI Aventures in Diving kennsluefni á netinu (PADI eLearning) sem inniheldur kennsluefni um meira en 16 mismunandi sérhæfingar og ævintýrakafanir. Þú munt nota þetta kennsluefni til að auka þekkingu þína og leggja grunninn að fleiri ævintýrum og upplifunum í framtíðinni.

Langar þig að vita meira um næturköfun? Flettu þá upp í kaflanum um næturköfun. Þegar þú hefur lesið um efnið mun PADI köfunarkennarinn þinn aðstoða þig í fyrstu næturköfunar ævintýraferðinni þinni. Hefur þér reynst illa að rata í kafi? Í kaflanum um rötun í kafi finnur þú upplýsingar umhelstu þætti sem gerir þið að enþá betri kafara. Eftir að hafa lesið meira um það skellir þú þér í rötunar ævintýra köfun með PADI kennaranum þínum.

Byrjaðu núna!

Ekki hika. Hafðu samband og byrjaðu að auka þekkinguna þína og reynslu á PADI Advanced Open Water Diver námskeiðinu strax í dag.

Námskeiðsverð kr. 109.900

Framhaldsævintýri

Þegar PADI Advanced Open Water Diver námskeiðið er lokið er frábært framhald að taka fleiri sérsvið eða taka skrefið upp í næstu réttindi eins og PADI Rescue Diver.

Sem PADI Advanced Open Water Diver getur þú einnig tekið eftirfarandi námskeið:

 

Köfunarfélagið - Köfunarskólinn | Sendu okkur póst | Köfunarfélagið á Facebook